TM Mótið í Eyjum 2020 – aðgerðaráætlun

06.05.2020

TM Mótið í Eyjum verður haldið 10.-13. júní 2020 og mun það verða með sama sniði og undanfarin ár. Meðfylgjandi er aðgerðaráætlun fyrir mótið sem unnin er með aðgerðastjórn almannavarna útfrá þeim upplýsingum sem liggja fyrir í dag.

Fjöldatakmarkanir gilda ekki um börn, aðeins fullorðna, því munum við takmarka aðgengi foreldra í gistingu, mat og jafnvel á þá viðburði sem fara fram inni í íþróttahúsi. Foreldrum er velkomið að koma og fylgjast með leikjum en þó með því skilyrði að þeir haldi sig inn á afmörkuðum svæðum og haldi 2ja metra reglunni.

Við gerum okkur grein fyrir því að ekki hafa allir þeir sem ætluðu sér að koma tækifæri til þess vegna t.d. undirliggjandi sjúkdóma og því óskum við eftir því að þið farið að vinna að því að fá lokatölur á þátttakendum ykkar félags og senda okkur fyrir 18. maí. Við höfum seinkað eindaga þátttökugjalda fyrir einstaklinga til 25. maí (hafi fjöldatölum verið skilað eigi síðar en 18. maí). Í ljósi aðstæðna þá getum við ekki tekið á móti fleiri en tveimur fullorðnum í gistingu eða mat á okkar vegum á hvert lið.

Held við höfum aldrei hlakkað jafn mikið til að sjá ykkur – ferðumst innanlands og hlýðum Víði.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search