10.06.2020
TM mótið hefur verið haldið árlega í Vestmannaeyjum síðan 1990. Á mótinu keppir 5.flokkur kvenna í knattspyrnu. Byrjar mótið á morgun en þá eru liðin að streyma á eyjuna í dag því fyrstu leikir hefjast kl 08:20
Alls taka 100 lið þátt í ár
„Lokaundirbúningurinn er meiri og erum við að keyra hann á styttri tíma en verið hefur þar sem við þurfum að fylgja þeim fjöldatakmörkunum sem eru í gangi ásamt því að sinna sóttvörnum mjög vel með því að auka þrif og sótthreinsun á snertiflötum. Þetta kallar á að við þurfum að auka við starfsfólk á vöktum í gistingu, mat og á mótssvæðinu, en við erum ótrúlega heppin með hvað allir eru viljugir að hjálpa okkur í þessum aðstæðum og hefur þetta gengið mjög vel.
Við erum öll í aðstæðum sem við þekkjum ekki og vitum ekki hvernig framhaldið verður og margar spurningar sem ekki er hægt að svara, en við erum með frábært fólk í aðgerðastjórna almannavarna sem hefur hjálpað okkur mikið með skipulagningu mótsins,“ sagði Sigga Inga í samtalið við Eyjafréttir.is
Hér má sjá myndband frá mótinu 2019, Tígull mun að sjálfsögðu fylgjast með um helgina og birta myndir af duglegu fótbolta stelpunum okkar.
