Bær kirkja og gaðurinn

Tímamótaverkefni sem GRV er að taka þátt í – fyrst allra á landinu

Grunnskólinn í Vestmannaeyjum með rannsóknarverkefni að efla lestur og bæta líðan barna

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra voru í viðtalið í bítinu á Bylgjunni í morgun hjá Gulla og Heimi.

Lilja segir að þetta sé tímamótaverkefni þar sem við erum að fá okkar bestu fræðimenn og vísinda menn til að rannsaka árgang alveg frá fyrsta bekk upp í tíunda bekk.

Verið að leggja áherslu á lestur, stærðfræði, náttúruvísindi og hreyfingu og svolítið verið að hrista upp stundatöfluna. Við höfum fengið hann Hermund Sigmundsson prófessor en hann er einn af hvata-mönnunnum. Lilja segir enn fremur að þetta sé gríðarlega spennandi tækifæri fyrir íslenskt menntasamfélag og algjör tímamótavinna.

Hvernig mun þetta fara fram?

Íris svarar því að verið sé að breyta skipulagi skólastarfsins, við höfum öll tekið eftir umræðunni undanfarið sem snýr að því að drengir eiga í vanda í skólakerfinu ásamt því að það eru aðrir þættir. Til að mynda að íslensk börn almennt eru ekki að fara eins vel nestuð út í lífið og við myndum vilja. Auðvitað er þetta ekki vandi drengja sem við erum að glíma við heldur umhverfið er ekki að uppfylla þær körfur og þær þarfir sem drengir hafa.

Af hverju Vestmannaeyjar?

Íris segir að ástæðan fyrir því að við hér í Eyjum séum að koma að þessu sé sú að það er bæði hjá bæjaryfirvöldum, skólasamfélaginu og samfélaginu öllu  metnaður til þess að fara í ný skref, ekki bara tala um þennan vanda heldur taka skref í að fara í þessar breytingar.

Uppstokkun á skóladeginum það er það sem skiptir máli og Hermundur hefur talað mikið fyrir því að gera ákveðnar breytingar með þessum áherslum sem Lilja nefndi hér fyrir ofan. Þetta er samfélagslegt verkefni og það er ábyrgð okkar allra að börnin okkar nái tökum á lestrinum áður enn þau klára grunnskólann ekki bara skólans.

Er verið að kollvarpa hinu gamla kerfi er spurt Lilju ?

Nei við erum að vinna með því að þetta er þróunarverkefni og unnið til lengri tíma litið. Það sem er gert,  við skoðum nemendur hvernig gengur, með því að breyta stundatöflunni.  Þetta verða talsverðar breytingar en við gerum þetta í samvinnu við skólasamfélagið.

Hér fyrir neðan er vitalið í heild sinni frá því í morgun:

Forsíðumynd Halldór B. Halldórsson

 

 

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search