Þriðjudagur 16. apríl 2024

Tímamót í rekstri Hraunbúða í dag

Á facebooksíðu Hraunbúða er greint frá tímamóta breytingum í rekstri Hraunbúða: 

Kæru aðstandendur og vinir Hraunbúða !

Nú eru orðin tímamót í rekstri Hraunbúða þar sem Heilbrigðisstofnun Suðurlands tekur við rekstrinum og eru stjórnendur hennar væntanlegir á Hraunbúðir í dag.

Starfsfólkið færist frá Vestmannaeyjabæ yfir til HSU og er það vel að heimilið njóti áfram þeirra dýrmætu starfskrafta auk þess sem Una S. Ásmundsdóttir hjúkrunarforstjóri verður áfram við stjórn.

Sólrún deildarstjóri öldrunarmála sem m.a hefur haldið utan um þessa síðu frá 19.marz 2020 þegar upplýsingaveitu varð þörf vegna heimsfaraldurs snýr til annarra verkefna.

Ykkur eru færðar bestu þakkir fyrir samfylgdina og samstarfið og alla hvatningu og hrós til starfsmanna og skilning á ástandinu sem hefur verið ómetanlegt á skrítnum tímum síðasta árið.

Heilbrigðisstofnun Suðurlands er óskað alls hins besta í nýju og skemmtilegu verkefni sem snýr að því meginmarkmiði að hugsa sem best um velferð og líðan okkar öldruðu íbúa Hraunbúða.

HSU mun bera ábyrgð á upplýsingagjöf héðan í frá.

Dagdvölin sem verður áfram í rekstri hjá Vestmannaeyjabæ verður með sér fb síðu.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá kveðjupartýi Sólrúnar s.l fimmtudag þar sem íbúum var boðið upp á bleikan drykk, veitingar að hætti Arnórs og bæjarstjórinn kom og kastaði kveðju á íbúa. Marta og Guðrún Ósk klæddu sig upp í bleikt og tóku brosandi á móti íbúum í salnum.

Einnig tróð húshljómsveitin Trillurnar þrjár upp en þær höfðu bætt við sig hljóðfæraleikara frá síðasta giggi, honum Arnóri gítarleikara. Trillurnar eru Una, Sólrún og Hafdís Víglunds.

Ást og kærleikur til ykkar ❤️ segir Sólrún að lokum og kveður.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search