Miðvikudagur 5. október 2022

Tímalína – Frosti, Óli og Alma Lísa fara yfir fermingardaginn

Við fengum þau Frosta Gíslason, Ólaf Björgvin Jóhannesson og Ölmu Lísu Hafþórsdóttur til að fara yfir fermingardaginn sinn. En þau fermdust árin 1991, 2001 og 2010.

 

Frosti Gíslason, fæddur 1977

Frosti fermdist í mars 1991.

Hvað er eftirminnilegast við daginn? 

Ég man eftir að við vorum í

fermingarkirtlum og þetta var skemmtilegur dagur.

Tókstu þátt í undirbúningnum?   

Ég held að móðir mín og fjölskylda

hafi séð um þetta.

Hvaða veitingar voru og hvar var veislan haldin?  

Veislan var haldin heima á Faxastígnum og boðið var upp á kökur og kaffi.

Hvernig var tískan og hvernig voru fermingarfötin þín?  

Ég spái ekki mikið í tískunni en ég sé á gamalli fermingarmynd að ég var

með rauða slaufu og eitthvað linda eða slíkt.

Hver var eftirminnilegasta fermingargjöfin?  

Ég fékk pening í fermingargjöf sem ég notaði síðar upp í bílakaup þegar ég var 17 ára.

En ég stefni svo þegar ég verð eldri að gera eins og Stjáni frændi gerði við sína fermingarpeninga, fara í útgerð og smíða fullt af sumarbústöðum fyrir fermingarpeningana.

 

Ólafur Jóhannesson, fæddur 1987

Óli fermdist 12. apríl 2001. 

Hvað er eftirminnilegast við daginn? 

Eftirminnilegast við daginn var að fermast með vinum og jafnöldrum. Stressið var líka til staðar að muna versið sitt. 

Það var líka tilhlökkun að hitta frændfólkið sitt sem býr ekki í Eyjum. 

Tókstu þátt í undirbúningnum?   

Í minningunni tók ég ekki mikinn þátt í undirbúningi en hef eflaust verið spurður um álit á hinu og þessu en giska á að pabbi hafi reddað staðnum og mamma hafi skipulagt flest annað.  

Hvaða veitingar voru og hvar var veislan haldin? 

Veislan var haldin í golfskálanum í Eyjum og sá mamma vinar míns, hún Rinda, um veitingarnar sem var toppurinn á þessu, upp á 10 hjá henni. Ættingjarnir minnast enn á veitingarnar 20 árum seinna. 

Hvernig var tískan og hvernig voru fermingarfötin þín? 

Ég man lítið eftir tískunni á þessum tíma en rámar í að öll föt hafi verið víð og strákarnir stutt klipptir. Ég lét Selmu Ragnars sjá um fermingarfötin mín. Klassísk svört jakkaföt, grá skyrta og bindi.

Hver var eftirminnilegasta ferm-ingargjöfin?  

Eftirminnilegasta gjöfin er tölvan sem gömlu gáfu mér. Held þau hafi séð vel eftir því að hafa gefið mér hana þar sem stór hluti tíma manns fór í hana. En einar bestu minningar mínar á þessum árum eru að spila og lana með stràkunum. Þau njóta svo góðs af því í dag þegar þau þurfa smá tölvuaðstoð. Svo var spennandi að telja uppúr umslögunum og ég man alltaf eftir því þegar Pétur Steingríms kom og hitti á mig fyrir utan fermingarveisluna og færði mér að mig minnir kíki og áttavita.

 

Alma Lísa Hafþórsdóttir, fædd 1997

Alma Lísa fermdist 16. apríl 2011.

Hvað er eftirminnilegast við daginn? Það sem ég man mest eftir var þegar ég labbaði inn í húsið sem veislan mín var haldin í, þá var ég að sjá skreytingarnar í fyrsta skiptið og fannst þetta án efa flottasti veislu “salur” sem ég hafði séð. Allt bleikt, held að uppáhalds liturinn minn hafi verið blár, þangað til ég sá allt bleika skrautið inn í salnum.

Tósktu þátt í undirbúningnum?

– Nei reyndar ekki, ég lá upp í rúmi alla fermingarvikuna mína. Var frekar mikið veik og svaf yfir allan undirbúninginn. En mamma mín og fjölskyldan sáu um að skreyta hann og gera hann flottann fyrir veisluna.

Hvaða veitingar voru og hvar var veislan haldin? Það var auðvitað risastór fermingarkaka, flatkökur með hangikjöti og kransakaka.Svo voru helling af mjög góðum veitingum, á mjög erfitt með að muna hverjar þær voru. En veislan mín var haldin í Eyjabústöðum.

Hvernig var tískan og hvernig voru fermingarfötin þín?

Man að tískan sem var hjá stelp-unum var að vera með hárið greitt upp í tagl á hlið og krullað með fullt af silvurlituðum spennum með demöntum. Kjólarnir sem við stelpurnar voru í á þessum tíma voru ermalausir kjólar, með smá blúndu í og voru annaðhvort svartir eða hvítir, svo varstu í gollu yfir eða stuttum jakka. Minn var svartur með hvítum perlum á, stuttur, ermalaus og þröngur svo var ég í hvítum jakka yfir. 

Hver var eftirminnilegasta ferm-ingargjöfin?

Fermingargjöfin frá mömmu og pabba auðvitað, Asus fartölva.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is