Tilslökun á samkomubanni og næstu skref

04.05.2020

Sumarið heilsar okkur með bros á vör. Veðrið hefur verið einstakt á Suðurlandi síðustu daga og hefur það svo sannarlega áhrif á andlega líðan. Það minnir okkur líka á að hafa alltaf hugfast það góða sem lífið hefur upp á að bjóða. Í dag tekur gildi tilslökun á samkomubanni síðustu vikna og nú mega 50 manns koma saman. Áfram gildir þó 2 metra reglan og mikilvægt er að slaka ekki á hreinlæti og almennum smitvörnum.

Við erum svo lánsöm á Íslandi að faraldurinn sem geisað hefur hjá okkur virðist nú vera í rénun og smit í samfélaginu aðeins brot af því sem var. Við verðum þó áfram að vera á varðbergi og gleyma okkur ekki í gleðinni. Vel hefur tekist að hamla útbreiðslu COVID faraldursins hér á landi og verja áhættuhópa smiti. Á þessum tímum hefur heilbrigðiskerfið verið undir miklu álagi, en í dag bendir flest til þess að kerfið hafi staðið þá miklu þolraun sem það stóð frammi fyrir. Margir hafa unnið ómetanlegt starf og ljóst er að margar nýjar lausnir hafa skotið upp kollinum, lausnir sem flestar eru í takt við heilbrigðisstefnuna og geta því vel átt við þegar faraldurinn er genginn yfir. Sem dæmi má nefna eflingu fjarheilbrigðisþjónustu og möguleika einstaklinga á að hafa samband við heilbrigðisþjónustu stafrænt, breytt vinnufyrirkomulag á heilsugæslustöðvum, breytingu á dag- og göngudeildarþjónustu, aukningu á rafrænum lausnum og svo má lengi telja.

Gripið var til róttækra viðbragðsáætlana innan HSU í upphafi faraldursins. Þá var heilsugæslustöðvum og göngudeildum lokað í þeirri mynd sem við þekktum áður og heilbrigðisþjónusta færðist í auknu mæli yfir í fjarheilbrigðisþjónustu. Á Selfossi var opnuð lokuð COVID deild sem þjónustaði alla starfsemi sem tengdist faraldrinum. Lokað var á heimsóknir á legu- og hjúkrunardeildum svo eitthvað sé nefnt. Smá saman verður nú dregið úr þeim viðbúnaði sem verið hefur og hafist verður handa við að koma dag-og göngudeildarstarfsemi í eðlilegra horf aftur. Það mun gerast í áföngum og í samræmi við gildandi reglur um smitgát. Það má vera að það sé of snemmt að hrósa sigri, en núna er rétti tíminn til að huga að því hvernig við viljum halda áfram að styrkja starfsemina í ljósi þeirrar reynslu sem við höfum aflað okkur á síðustu vikum.

Ég veit að allir innan HSU leggja metnað sinn í að vera til staðar fyrir samfélagið nú sem endranær.

Ég hlakka til komandi tíma og frekari uppbyggingu á starfseminni innan HSU, við tökum öll dýrmæta reynslu með okkur í slíka vinnu.

Díana Óskarsdóttir, forstjóri HSU

Greinin birtist á HSU.is

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is