Tilnefnd til verðlauna sem heita Audioverse Award

18.11.2020

Eyþór Viðarsson er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Hann er sonur Eyglóar Elíasdóttur og Viðars Sigurjónssonar. Hann kynnist kærustu sinni Helen Cleveland í gegnum verkefnið The Dark Dice en þar voru þau bæði spunaleikarar þar sem upptökur fóru fram á netinu. En mánuði síðar hittust þau í New York, þá voru þau þar til að leika í “off-broadway” sviðsetningu á hljóðleikritinu The White Vault: Ashore .

Þau fluttu til Eyja á síðasta ári, rétt svo passlega til að ná þjóðhátíð.

En við fengum að kynnast parinu aðeins betur.

Þau eru bæði fædd árið 1988 með 17 daga millibili. Helen er fædd í Brighton í Bretlandi. Hún vann við að hanna sérsniðin segulómstæki en hún er með menntun sem kallast “higher education” á ensku. Hún vinnur nú hjá Sædýrasafninu sem verkstjóri og öryggisfulltrúi.

Eyþór flutti frá Eyjum til Reykjavíkur til að klára rafvirkjanámið en flutti ekki aftur heim eftir að hafa klárað grunnámið. Hann var í Reykjavík í nokkur ár, kláraði sveininn en svo seinna meir fór hann í rafiðnaðar-fræði. Að lokum flutti hann svo aftur heim til Eyja með Hem, eins og hann kallar kærustu sína, eftir að hann kláraði námið.

Þau hafa bæði gaman að hljóð-leikritum og hafa þau bæði verið spunaleikarar. Hefur Helen þá einnig samið hljóðleikrit.

En hvernig kom til að þið fóruð út í þennan bransa?

Eyþór: Ég byrjaði bara í gríni. Ég hafði alltaf gaman af hljóðleikritum þegar ég var yngri, en ég rakst á umsókn þar sem leitað var að rödd fyrir hljóðleikrit árið 2015 og ég ákvað bara að taka þátt. Svo vatt þetta allt upp á sig út frá því.

Hem: Vinur minn sendi á mig slóð á netinu þar sem fólk var að tala um spunaleikrit og mér fannst það svo áhugavert að ég sótti um að taka þátt í leikriti sem var að byrja. Í framhaldi af því  ákvað ég að byrja mitt eigið leikrit eftir að gamla leikritið var lagt niður.

Eru margir sem eru í þessu hér á Íslandi?

Eftir því sem ég best  veit eru engin nethljóðleikrit á Íslandi nema þau sem eru framleidd af atvinnu-mönnum. Það var spunastreymi hjá borgarleikhúsinu í apríl.

Þau eru tilnefnd til verðlauna sem heita Audioverse Award. Ef þið vinnið, hvað þá? Hver eru verðlaunin?

Það eru enginn verðlaun, þetta er meira um montréttindi, enski frasinn er “We are an award winning podcast” sem er mjög gott mont í þessum markaði.

Hvert getur fólk snúið sér ef það langar að kynna sér þetta nánar? Stór spurning sem erfitt er að svara. Það eru Fésbók grúbbur sem eru um spunaleikrit, ég mæli með https://www.facebook.com/groups/TheRecklessPlayGuild og síðan aðrar grúbbur fyrir hljóðleikrit eins og  https://www.facebook.com/groups/AudioDramaHub

Eruð þið til í að segja okkur aðeins meira frá þessu?

Já, hljóðleikritið okkar heitir The Lucky Die (TLD), og er svokallað spunaleikrit, á ensku eru þau þekkt sem Actual Play Podcasts. Það er hægt að hlusta á þættina á vefsíðunni theluckydie.com, Spotify og iTunes.

TLD hefur verið tilnefnt í flokk “Improvised Production”, Helen var tilnefnd sem “Player Direction of a Production” og að lokum var einn af leikurunum okkar, Neil Martin, tilnefndur í flokki “Player in an Improvised Production”

Ekki er það allt og sumt, því þau eru  einnig í öðru hljóðleikriti, Dark Dice, sem hefur einnig verið tilnefnt. Fyrir það leikrit sömdum við lag á íslensku sem hefur verið tilnefnt í flokki “Vocal Composition in a Production” Það er hægt að hlusta á það hér:

https://carelessjuja.bandcamp.com/track/funeral-song-1

Ég var tilnefndur fyrir hlutverk mitt sem Sindri Westpike í því leikriti í flokk “Player in an Improvised Production” en komst ekki í lokakosningarnar,  segir Eyþór.

Hver finnst ykkur vera fallegasti staðurinn í Eyjum?

Eyþór: Auða túnið rétt hjá Höllinni að hásumri. Þegar það er heiðskýrt og þú getur séð upp á land.

Uppáhalds sjónvarpsefni og uppáhalds tónlist?

Við erum búinn að vera að horfa á Taskmaster mikið undanfarið, annars erum við búin að vera mjög upptekinn við hljóðleikritið.

Hem: Ég er þokkalega mikil alæta, en er búin að vera að njóta Boyce Avenue mikið undanfarið.

Eyþór: Ég er búinn að vera hlusta á algert rusl nýlega, tónlistin heitir “lo-fi hiphop” og hjálpar mér ótrúlega að einbeita mér að verkefnum. Ef einhver annar þarf að hlusta á tónlistina mína kveiki ég alltaf á rokki.

Kostningar eru í gangi – fyrir þau ykkar sem hafið áhuga á að kjósa þá er hægt að skoða það á þessari síðu:

https://audioverseawards.net/vote/

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search