05.11.2020
Verðurstofan spáir gulri viðvörun frá klukkan 14:00 til klukkan 21:00 í dag.
Einnig vara Landhelgisgæslan við stormi umhverfis allt landið:
Suðvestan 18-23 m/s, varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
Gul viðvörun
Veðurstofan varar við suðvestan stormi og því útlit ekki gott hvað varðar siglingar út daginn í dag.
Herjólfur siglir til Þorlákshafnar 5. nóvember
Ófært er til Landeyjahafnar vegna veðurs og því falla eftirfarandi ferðir niður.
Brottför frá Vestmannaeyjum kl 09:30 og 12:00
Brottför frá Landeyjahöfn kl 10:45 og 13:15
Hvað varðar siglingar seinna í dag verður gefin út tilkynning eftir kl 14:30.
Við viljum vekja athygli á að veðurhorfur sýna bæði mikið hvassviðri og rísandi öldu næstu daga.
Biðjum því farþega um að fylgjast með á miðlum Herjólfs um stöðu siglinga fyrir næstu daga segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf.