Kæru viðskiptavinir bæjarskrifstofa Vestmannaeyja
Þar sem engin lyfta er á milli hæða á bæjarskrifstofum Vestmannaeyja að Bárustíg 15, er þeim viðskiptavinum sem eiga erindi við bæjarskrifstofurnar sem eiga erfitt með og treysta sér ekki að ganga upp stigann, bent á að hringja í síma 488 2000, senda tölvupóst á afgreidsla@vestmannaeyjar.is eða beina erindi sínum til starfsfólks bæjarskrifstofanna í Rauðagerði. Hægt er að skilja eftir eða sækja gögn í Rauðgerði. Sendill bæjarskrifstofanna fer á milli starfsstöðva bæjarskrifstofanna daglega.