21.03.2020
Vegna aðalfundar félagsins sem haldinn verður í Akógeshúsinu í Vestmannaeyjum fimmtudaginn 26. mars 2020 kl. 16:00.
Vegna samkomubanns og tilmæla sóttvarnarlæknis um fjarlægðartakmarkanir verður aðalfundi félagsins einnig streymt á vefútsendingu. Þeir hluthafar sem óska eftir að fylgjast með fundinum skulu senda upplýsingar fyrir þriðjudaginn 24. mars nk. um nafn og netfang á netfangið lilja@vsv.is.
Aðeins verður hægt að nýta atkvæðisrétt á aðalfundinum sjálfum og getur hluthafi látið umboðsmann sækja aðalfund fyrir sína hönd. Umboðsmenn hluthafa skulu framvísa skriflegum umboðum á fundinum.
Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins í síma 488 8000.
STJÓRN VINNSLUSTÖÐVARINNAR HF.
