Þann 15.-17. júní er áætlað að malbika í Vestmannaeyjum
M.a. verða Heimagata og Helgafellsbraut malbikaðar.
Hvetjum við því alla til þess að fjarlægja alla bíla og halda þeim götum auðum á meðan undirbúið er undir malbik og á meðan malbikað er, svo hægt sé að vinna verkið hratt og örugglega.
Við biðjum fólk að sýna tillitssemi og biðlund meðan á þessu stendur.
Umhverfis- og framkvæmdasvið
Forsíðumynd: Jón Magnússon