Tói Vídó

Tilkynning frá umdæmislækni sóttvarna: Varðandi sýnatökur vegna COVID-19

29.03.2020 kl 15:25

Varðandi sýnatökur v. COVID-19

Sýnataka fer fram núna eftir hádegi í dag hjá þeim sem sendu inn svör við spurningalista v. COVID-19 sem kynntur var á vefmiðlum í Eyjum í gær.

Nokkrir einstaklingar sem tóku þátt höfðu ekki samband eða hugsanlega reyndu að hafa samband. Vegna bilunar í símakerfi var ekki unnt að ná sambandi í gegnum símanúmerið 432-2500. 

Þegar það uppgötvaðist var boðið upp á að hafa samband í gegnum númer 432-2501 og velflestir fengu þær upplýsingar og hringdu í það númer og fengu tíma.

Vegna þessa ætlum við að bjóða þeim sem tóku þátt í spurningasvörun en ekki náðu í gegn/ekki höfðu samband í dag að hafa samband í fyrramálið milli kl. 10 og 12 í símanúmerið 432-2501 og þá fá sýnatöku eftir hádegið.

Fyrirhugað er að bjóða sérstaklega upp á skimun með sýnatöku í hópi eldri borgara á næstu dögum, þ.e.a.s. hjá þeim sem eru með einkenni öndunarfærasýkingar.

Fyrirkomulag þeirrar skimunar verður kynnt á morgun.

Hjörtur Kristjánsson umdæmislæknir sóttvarna

Forsíðumynd Tói Vídó

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search