Í ljósi þeirra ótryggu og sérstöku aðstæðna sem ríkja um þessar mundir hafa forsvarsmenn Súlnaskers ehf. ákveðið að loka veitingastaðunum Tanganum tímabundið. Síðasti opnunardagur er laugardagurinn 3. október.
Þessi ákvörðun er fyrst og fremst tekin með tilliti til rekstraröryggis og skuldbindinga félagsins, einnig verður lokunin nýtt til lagfæringa og endurbóta sem fyrir liggja á veitingastaðnum.
Við þökkum ánægjuleg viðskipti undanfarin fjögur ár, og hlökkum til að taka á móti okkar góðu viðskiptavinum þegar rekstrarumhverfið er orðið öruggara.
Virðingarfyllst
Hafdís Kristjánsdóttir
Berglind Kristjánsdóttir