Þriðjudagur 5. desember 2023

Tilkynning frá stjórn Herjólfs

30.11.2020

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur náðst samkomulag milli samninganefndar Herjólfs ohf. og Vegagerðarinnar um drög að samningi um rekstur Herjólfs ohf. næstu árin. Unnið er að því að ljúka við gerð hins formlega samnings. Rekstur og fjárhagur félagsins hefur verið þungur á þessu ári og hefur covid -19 haft mikil áhrif þar á. Voru samningsaðilar sammála um mikilvægi þess að tryggja fjárhagslegt hæfi félagsins og grípa til fjölþættra aðgerða til þess að svo verði.

Í viðræðunum var eitt megin forgangsmálið að verja ferðatíðni Herjólfs og hefur það tekist. Til þess tryggja sama fjölda ferða þarf að hækka gjaldskrá Herjólfs og mun hún hækka frá og með 1. desember nk. á sama tíma og breytingar verða á ferðaáætlunum ferjunnar. Í vetur verða farnar sex ferðir daglega, en næsta sumar verða sjö ferðir farnar alla daga.

Einstaklingar með lögheimili í Vestmannaeyjum munu áfram njóta sérkjara.

Það er von stjórnar Herjólfs að Vestmannaeyingar sýni þessum aðgerðum skilning. Gripið er til þeirra til þess að stuðla að góðri þjónustu og öruggum ferðum milli lands og Eyja en jafnframt til þess að tryggja fjárhagslegt hæfi félagsins

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is