19.03.2020 kl 08:30
Ákveðið var í gær, í samráði við umdæmislækni sóttvarna, aðgerðastjórn og rakningarteymi, að loka Sóla tímabundið þar sem starfskona á leikskólanum hafði greinst með kórónaveirusýkingu. Var þessi ákvörðun tekin í því skyni að hindra mögulega útbreiðslu smits. Rakningarteymið hefur nú unnið úr upplýsingum og haft hefur verið samband við starfskonur Sóla og foreldra þeirra barna sem þurfa að fara í 14 daga sóttkví frá því að mögulegt smit gæti hafa átt sér stað. Samkvæmt niðurstöðum rakningarteymis fara 27 af 29 starfskonum Sóla í sóttkví og nemendur af einum kjarna. Leikskólinn er því lokaður til og með 26. mars nk.
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri
Helga Björk Ólafsdóttir, skólastýra Sóla