28.09.2020
Enn og aftur er óboðinn gestur mættur á Eyjuna.
Í ljósi þess að upp hefur komið smit hér í Eyjum höfum við ákveðið að loka fyrir heimsóknir í eina viku, frá og með í dag. Næsta mánudag, 5. október, munum við endurskoða þessa breytingu.
Er þetta gert með öryggi sjúklinga/heimilisfólks að leiðarljósi.
Við sérstakar aðstæður munum við leyfa heimsóknir og er aðstandendum bent á að snúa sér til deildarstjóra eða vaktsjóra.
Til að fá upplýsingar um þá sem eru inniliggjandi er hægt að hringja í síma 432-2600. Starfsfólk deildarinnar óskar eftir því að einungis einn aðstandandi hafi samband og miðli svo upplýsingum til annarra fjölskyldumeðlima.
Munum að hlýða Víði.
Við erum öll ALMANNAVARNIR!