20.07.2020
Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem hefjast átti að miðnætti í kvöld eftir að samkomulaga náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun en hún er eftirfarandi.
1. Klára starfslýsingu þerna og háseta.
2. Skoða forsendur starfsaldurshækkana.
3. Skoða vinnutímastyttingu lífskjarasamningsins með sérfræðingum aðila.
4. Skoða forsendur launahækkunar miðað við lífskjarasamning með sérfræðingum aðila.
5. Koma á hvíldarákvæðum í samræmi við alþjóðalög.
Stefnt er að því að þessu viðræður verði lokið fyrir mánudaginn 17. ágúst 2020