Tilkynning frá Lögreglunni: Önnur lægð á morgun! | Tígull.is - Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
86288733_2779623172120325_7977390015556616192_n

Tilkynning frá Lögreglunni: Önnur lægð á morgun!

14.02.2020

Kæru Vestmannaeyingar nú þegar fárviðrið sem geysaði síðastliðna nótt er að yfirgefa okkur verðum við víst að horfast í augu við að á morgun laugardag fáum við aðra lægð yfir okkur.

Spáð er austanátt líkt og í gær með vindhraða upp á 28 m/sek. Bæta fer í vind upp úr hádegi og stendur versta veðrið yfir fram á miðjan dag.

Þrátt fyrir að ofsinn í veðrinu verði ekki eins og í gær er ástæða fyrir fólk að nota lognið á undan storminum til þess að festa það sem losnaði í gær og tryggja það fyrir morgundaginn. Þá tekur því ekki að setja ruslatunnurnar út aftur fyrr en lægðin er gengin yfir.

Eins og áður ef aðstoðar er þörf er fólki bent á að hringja í 112.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Hressó fagnar 25 ára afmæli í ár
Árshátíð/25 ára afmæli Hressó – myndir
Lárus Garðar Long valinn kylfingur ársins og Kristófer Tjörvi sá efnilegasti
Líf og fjör á Pólska deginum – myndir
Kvennakór Vestmannaeyja í smíðum

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1300 x 400 px 
  • Auglýsing hægra megin 300 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
X