14.02.2020
Kæru Vestmannaeyingar nú þegar fárviðrið sem geysaði síðastliðna nótt er að yfirgefa okkur verðum við víst að horfast í augu við að á morgun laugardag fáum við aðra lægð yfir okkur.
Spáð er austanátt líkt og í gær með vindhraða upp á 28 m/sek. Bæta fer í vind upp úr hádegi og stendur versta veðrið yfir fram á miðjan dag.
Þrátt fyrir að ofsinn í veðrinu verði ekki eins og í gær er ástæða fyrir fólk að nota lognið á undan storminum til þess að festa það sem losnaði í gær og tryggja það fyrir morgundaginn. Þá tekur því ekki að setja ruslatunnurnar út aftur fyrr en lægðin er gengin yfir.
Eins og áður ef aðstoðar er þörf er fólki bent á að hringja í 112.