Mánudagur 25. september 2023
bærinn

Tilkynning frá leikskólum og frístundaveri

07.08.2020

Mikilvægar upplýsingar vegna stöðunnar á COVID-19 og þeirra takmarkanna sem nú eru í gildi.

Á mánudaginn fara leikskólar bæjarins af fullum krafti af stað, ný börn eru að hefja skólagöngu sína á Sóla og Kirkjugerði og 5 ára börnin okkar kveðja og hefja nám í Víkinni. 

Við lifum nú við breyttar aðstæður þar sem einstaklingar sem voru gestkomandi í Vestmannaeyjum sl. helgi hafa greinst með staðfest smit af COVID-19. 48 einstaklingar sem búsettir eru í Vestmannaeyjum eru þegar komnir í sóttkví en enginn er í einangrun við þurfum því að fara mjög gætilega í leikskólunum, segir í frétt á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar. 

Í ljósi þessara aðstæðna sem hér hefur verið farið yfir viljum við ítreka eftirfarandi þætti:

  • Meginregla okkar næstu vikurnar verður að taka á móti börnunum úti og einnig að kveðja þau þar.
  • Verum meðvituð um eigin smitvarnir, sprittum hendur við komu í leikskólann, það eru sprittbrúsar í forstofum.
  • Berum virðingu fyrir 2 m reglunni, ef fleiri eru í fataklefa hinkra þá úti.
  • Aðeins 1 komi með barn og sæki það.
  • Ekki koma lengra en inn í fataherbergi og dvelja þar sem styst.
  • Verum vakandi fyrir flensueinkennum bæði hjá okkur og börnunum, ef foreldrar finna fyrir einkennum biðjum við að þau að komi ekki inn í leikskólann.
  • Verum skilningsrík, tillitssöm, kurteis og styðjum hvert annað.

Við munum gera okkar besta í því að sótthreinsa snertifleti og halda ykkur upplýstum.

Frístundaver

Á þriðjudaginn fer frístund af stað eftir sumarfrí. Þá byrjum við að taka á móti þeim börnum sem eru á leiðinni í fyrsta bekk. Við lifum nú við breyttar aðstæður þar sem einstaklingar sem voru gestkomandi sl. helgi hafa greinst með staðfest smit af COVID-19. 48 einstaklingar sem búsettir eru í Vestmannaeyjum eru þegar komnir í sóttkví en enginn er í einangrun (upplýsingar af vef Vestmannaeyjabæjar) Við þurfum því að fara mjög gætilega á frístundinni, sérstaklega í ljósi þess að nú opnum við á nýjum stað og því nýjar aðstæður fyrir alla. Í ljósi þessara aðstæðna sem hér hefur verið farið yfir viljum við ítreka eftirfarandi þætti:

· Verum meðvituð um eigin smitvarnir, sprittum hendur við koma á frístund, það eru sprittbrúsar í anddyri.

· Berum virðingu fyrir 2m reglunni. Inngangur frístundar er mjög þröngur og ekki hægt að gæta 2 m reglunar þar inni. Því viljum við biðja að foreldra að hinkra fyrir utan ef ekki sé hægt að gæta reglunnar.

· Aðeins einn fullorðinn komi með barn á frístund og sæki það.

· Nýtt símanúmer frístundar er 488-2240. Þegar barn er sótt eru forráðamenn eru beðnir um að hringja á undan sér.

Ekki koma lengra en inn í anddyri og dvelja þar sem styðst.

· Við reynum að enda daginn úti ef veður leyfir.

· Verum vakandi fyrir flensueinkennum bæði hjá okkur og börnunum, ef foreldrar finna fyrir einkennum biðjum við þau að koma ekki inn á frístund.

· Verum skilningsrík, tillitssöm, kurteis og styðjum hver annað.

· Við munum gera okkar besta í því að sótthreins snertifleti og halda ykkur upplýstum.

Forsíðumynd Halldór B. Halldórsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is