18.03.2020
Landsbankinn hefur ákveðið að gera tímabundnar breytingar á afgreiðslutíma í hluta af útibúum bankans á landsbyggðinni. Þá verður Vesturbæjarútibúi í Reykjavík lokað tímabundið en hraðbankar í útibúinu verða áfram aðgengilegir allan sólarhringinn.
Breytingarnar taka gildi að morgni 18. mars 2020. Afgreiðslutími er styttur í útibúum bankans á eftirfarandi stöðum og verða þau opin frá kl. 10-15 í stað 9-16.
- Akranes
- Snæfellsnes
- Ísafjörður
- Sauðárkrókur
- Akureyri
- Dalvík
- Húsavík
- Egilsstaðir
- Reyðarfjörður
- Höfn í Hornafirði
- Selfoss
- Hvolsvöllur
- Vestmannaeyjar
- Grindavík
- Reykjanesbær
Afgreiðslutími í útibúum á höfuðborgarsvæðinu, fyrir utan Vesturbæjarútibú sem lokar tímabundið, er óbreyttur.
Þar sem afgreiðslutími er styttur mun starfsfólk vinna á tveimur vöktum og getur þjónusta því tekið lengri tíma en venjulega. Tilgangurinn með þessum breytingum er að draga úr líkum á að útbreiðsla COVID-19 hafi veruleg áhrif á þjónustu við viðskiptavini og tryggja samfellu í rekstri bankans. Með lokun Vesturbæjarútibús gefst meiri tími til að svara erindum sem berast með tölvupósti, í netspjalli og síma en slíkum erindum hefur fjölgað mikið að undanförnu.