Fimmtudagur 21. september 2023

Tilkynning frá Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja

Eins og flestir vita eru stórar framkvæmdir í gangi í sundlaugarklefunum og gufubaðinu. Gufubaðið er á lokastigi og verður opnað á föstudaginn.

Framkvæmdir í karlaklefa ganga vel og er Siggi Múrari byrjaður að flísa eins og vindurinn.

Föstudaginn 22. nóvember munum við svo loka kvennaklefanum og byrja að skipta um þakið á honum í næstu viku.

Kvennaklefinn mun því færast í nýju leikfimisklefana og áfram gengið í gegnum ganginn sem karlarnir hafa notast við frá upphafi framkvæmda.

Við þökkum kærlega fyrir þann skilning sem sundlaugargestir hafa sýnt framkvæmdunum og við reynum eftir bestu getu að halda þjónustustiginu eins háu og mögulegt er á meðan framkvæmdir eru í gangi.

M.b.k. Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja

Forsíðumyndin er tekin hjá TPZ

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is