Tilkynning frá Herjólfi vegna Covid-19

13.03.2020 kl 16:30


Í ljósi þess ástands sem nú ríkir vegna Covid-19 vill Herjólfur ohf koma á framfæri:

Komi til þess að einstaklingur sem eru að koma af þeim svæðum sem skilgreind eru sem hættusvæði, einstaklingar sem hafa verið í sóttkví eða einstaklingar sem sýna flensueinkenni, þurfi að ferðast milli lands og Eyja, skal áður en til brottfarar kemur hafa samband við Ölmu Ingólfsdóttur í síma 868-4378 eða á netfangið almai@herjolfur.is.

Þá er mikilvægt að fylgja að öllu leyti fyrirmælum stýrimanns þegar til skipsins er komið.


Áfram biðjum við farþega að koma með sitt eigið teppi og kodda sé siglt til Þorlákshafnar. Þá minnum við á að handspritt er staðsett bæði í afgreiðsluhúsum og um borð í Herjólfi.

Herjólfur ohf leggur mikla áherslu á að gæta ítrustu  varkárni vegna veirunnar og vill með þessu taka, og sýna samfélagslega ábyrgð vegna málsins.

Hjálpumst að við að koma þessum vágesti frá sem fyrst.

Forsíðumynd Linda Bergmann

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is