Aðildarfélög BSRB/STAVEY hafa boðað til verkfallsaðgerða á næstu dögum og vikum. Annars vegar munu félagsmenn leggja niður störf á fyrirfram tilgreindum tíma, einn til tvo daga í senn. Fyrstu tveir dagarnir eru: mánudagur 9. mars og þriðjudagur 10. mars.
Komi til verkfalla mun það hafa áhrif á starfsemi GRV.
Skrifstofur skólans verða lokaðar og símsvörun verður takmörkuð.
Matráðar skólans fara í verkfall og af þeim sökum verður ekki hafragrautur í boði þessa tvo daga.
Verkfallið mun hafa áhrif á nemendur sem eru með stuðning þar sem stuðningsfulltrúar munu fara í verkfall.
Mestu áhrifa gætir í gæslu og hádegismat hjá yngstu nemendum skólans, stuðningsfulltrúar sinna hádegisgæslu og útivöktum eftir hádegismat. Vegna þessa mun skóla hjá 1. bekk og 2. bekk ljúka fyrir hádegismat þessa tvo daga, kl. 11:40 hjá 1. bekk og kl. 11:20 hjá 2. bekk.
Ástæðan er að ekki er hægt að skammta nemendum hádegismat, engin gæsla yrði í hádegishléi og skólinn mun ekki geta tryggt öryggi nemenda í frímínútum eftir mat.
Við hvetjum ykkur foreldra til að fylgjast vel með hvernig þetta fer og skólinn mun senda út áminningarpóst á mánudagsmorgun komi til verkfalls.
Kveðja
Anna Rós Hallgrímsdóttir
Skólastjóri.
Forsíðumynd Viðar Breiðfjörð