Tilkynning frá FÍV

13.03.2020 kl 17:42

Í dag var tilkynnt um lokanir skóla og að skólahald yrði með óhefðbundnum hætti til 15. apríl. Þetta eru þrjár kennsluvikur og ein í páskafríi.

Það þýðir að námið fer fram í gegnum rafrænt kennsluumhverfi skólans, INNU og nemendur sinna náminu þaðan. Kennarar gefa nánari upplýsingar á INNU en nemendur þurfa að sýna þolinmæði þar sem þetta er að gerast á miklum hraða.

Námið færist úr tímasókn í rafrænt umhverfi þar sem reynir meira á nemendur og þeir verða að sýna öguð vinnubrögð og stunda námið vel.


Við hvetjum nemendur til að:

• Vera virk í INNU • Vera dugleg að fylgja námsáætlunum • Vera dugleg að tala við samnemendur og miðla til hvors annars • Hvetja hvort annað til dáða • Vera óhrædd við að spyrja kennarann spurninga þó kennsluformið sé öðruvísi • Ef þeir sjá aðrar lausnir sem virka vel þá miðla því til hópsins

Við sýnum umburðarlyndi og sveigjanleika á tímum sem þessum.

Við verðum að vona að okkur gangi allt í haginn í þessum erfiðu aðstæðum sem við glímum við og mætum svo hress í skólann þegar að því kemur.

Gangi ykkur sem best.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is