Miðvikudagur 6. desember 2023
Óveður

Tilkynning frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja

Kæru Eyjabúar

Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að búist er við mjög slæmu veðri á sjálfan Valentínusardaginn, 14. febrúar. Þetta veður mun ekki sýna lausum hlutum neina ást og umhyggju.
Við biðjum ykkur því að ganga tryggilega frá öllu lauslegu, hvort sem það eru ruslatunnur eða annað við ykkar hús og fyrirtæki.
Ef þið hafið tök á að setja t.d. ruslatunnur inn í bílskúr eða geymslu þá hvetjum við eindregið til þess. Reynslan hefur kennt okkur að í verstu veðrum hafa jafnvel vel festar tunnur ákveðið að heimsækja nágranna sína.
Vinsamlega hjálpið okkur að gera bæinn okkar sem best undirbúinn undir hvellinn.
Ef svo illa fer að þið þurfið á aðstoð okkar að halda þá hringið í 112.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is