22.03.2020 kl 18:30
Lokað í hádeginu 12-13
Til stendur að loka apótekinu í hádeginu milli 12 og 13 til þess að koma til móts við starfsfólkið okkar.
Í staðinn ætlum við að bjóða upp á heimsendingu seinni partinn. Það þýðir að ef fólk kemst ekki útúr húsi og hefur engan til að sækja lyfin fyrir sig þá er hægt að hringja (481-3900) og borga með símgreiðslu og við skutlum heim til fólks eftir vinnu.
Við erum að reyna að gera okkar besta í að láta lífið ganga bæði fyrir starfsfólk apóteksins og viðskiptavini þess á þessum skrítnu tímum.
Þessi breyting tekur gildi frá og með mán 23.mars og verður þar til annað kemur í ljós.
Opnunartíminn verður því: 9-12
(LOKAÐ Í HÁDEGINU)13-18 alla virka daga og svo 11-15 laugardaga.
Símanúmerið okkar er 481-3900
Með von um skilning
Apótekarinn Vestmannaeyjum