Tilkynning frá Aðgerðastjórn – eitt nýtt smit

20.04.2020 kl 17:17

Síðdegis í dag bættist við eitt staðfest smit og er heildarfjöldi staðfestra smita í Vestmannaeyjum því orðinn 105. Aðilinn var ekki í sóttkví en möguleg tengsl eru við þekkt smit. Þá hafa 92 náð bata og því aðeins 13 manns með virk smit. Sex eru í sóttkví í Vestmannaeyjum og hafa þeir aldrei verið eins fáir. Samtals hafa um 700 Vestmannaeyingar farið í sóttkví frá upphafi í þeim tilgangi að hefta útbreiðslu sýkingarinnar, sem er 16% allra Eyjamanna.

Sýnatökur vegna fyrirhugaðra mótefnamælinga eru hafnar hjá heilbrigðisstofnuninni og er fólk sem hefur lokið einangrun eða sóttkví og ekki fengið boð um rannsókn frá HSU beðið um að hafa samband á netfangið eyjaklukk@hsu.is og óska eftir sýnatöku. Til að fá sem besta mynd af stöðu mála er mikilvægt að fá góða þátttöku.

Samkomubann í Vestmannaeyjum byggir nú á því sama og annars staðar á landinu bæði hvað varðar almenna bannið miðað við 20 manns, 2 metra regluna og reglur um aðgreiningu í skólunum. Það eru tvær vikur þar til bannið verður rýmkað upp í 50 manns og skólahald fer fram með eðlilegum hætti. Nauðsynlegt er að aflétta hertum aðgerðum í skrefum og fylgjast vel með nýjum tilfellum samhliða til þess að koma megi í veg fyrir fjölda sýkinga eins og við urðum sannarlega fyrir barðinu á í mars.

Fólk er hvatt til þess að setja rakninga appið upp í símum sínum en það má nálgast á einfaldan hátt inni á covid.is Það hjálpar mikið við smitrakningu þegar upp koma smit.

Gætum að smitvörnum og hlúum hvert að öðru líkt og við höfum gert.

f.h. aðgerðastjórnar

Páley Borgþórsdóttir, aðgerðastjóri.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search