21.mars 2020 Hertar aðgerðir vegna COVID-19
Reglur varðandi samkomubann í Vestmannaeyjum
Samkomubann í Vestmannaeyjum felur í sér að neðangreindar samkomur eru bannaðar:
- Ráðstefnur, málþing, fundir o.þ.h.
- Skemmtanir, s.s. tónleika, leiksýningar, bíósýningar, íþróttaviðburðir og einkasamkvæmi.
- Kirkjuathafnir hvers konar, s.s. vegna útfara, giftinga, ferminga og annarra trúarsamkoma.
- Aðra sambærilega viðburði með 10 einstaklingum eða fleiri. Enn fremur skal tryggt á öllum vinnustöðum og í allri starfsemi að ekki séu á sama tíma fleiri en 10 einstaklingar inni í sama rými, s.s. á veitingastöðum, mötuneytum, kaffihúsum og verslunum.
- Aðgangur almennings að íþróttamannvirkjum, líkamsræktarstöðvum, skemmtistöðum, spilasölum, spilakössum og söfnum.
- Starfsemi þar sem nálægð er mikil er bönnuð s.s. hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og önnur slík starfsemi.
- Sjúkraþjálfun nema þegar um mikilvæga endurhæfingar er að ræða og er slíkt þá heimilt með skilyrðum um öflugar sóttvarnaráðstafanir
- Íþróttastarf barna og fullorðinna þar sem nálægð er minni en tveir metrar og einhver sameiginleg notkun á búnaði er fyrir hendi.
Aðgerðir þessar taka gildi frá laugardeginum 21.03.20 kl. 18.00
Í vissum tilvikum verður auk þess gripið til hertra skilyrða hvað sóttkví varðar í nánasta hópi þeirra sem eru með staðfest smit og verður það metið í hverju tilviki.
Ofangreindar aðgerðir eru gerðar í samráði við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalækni.
Frekari tilkynningar verða sendar út síðar í dag.
Aðgerðastjórn almannavarna