Föstudagur 1. desember 2023
Vestmannaeyjabær Guðmundur Gíslason

Tilkynning frá Aðgerðastjórn – aðeins 2 í einangrun í Vestmannaeyjum

Ekkert nýtt smit hefur greinst í Vestmannaeyjum síðan fyrir viku og eru enn samtals 105 einstaklingar sem hafa greinst með staðfest smit. Þá er það einkar ánægjulegt að 103 hafa náð bata og því aðeins 2 í einangrun. Þá eru 10 einstaklingar í sóttkví í Vestmannaeyjum.

Nú eru sex vikur síðan fyrsta smitið greindist í Vestmannaeyjum þann 15. mars, viku síðar þann 22. mars voru smitin orðin 30, tveimur vikum síðar þann 29. mars voru þau 58 talsins, og þremur vikum síðar þann 5. apríl voru þau orðin 102. Eftir það hafa aðeins bæst við 3 smit á 22 dögum og við höfum fengið marga daga í röð þar sem ekkert nýtt smit greinist. Í sameiningu náðum við tökum á útbreiðslunni og það sem hafði mest um það að segja var það hversu vel fólk fór að fyrirmælum og fylgdi settum reglum.

Faraldurinn er á hröðu undanhaldi og það eru gríðarlega góðar fréttir. Við megum  engu að síður búast við því að fá áfram eitt og eitt smit því veiran er að öllum líkindum enn í samfélaginu. Við þurfum að setja okkur í stellingar varðandi það hvernig við ætlum að haga okkur. Númer eitt er að gæta að eigin sóttvörnum, þvo hendur og spritta reglulega. Þá verðum við öll að gæta að fjarlægðarmörkunum áfram til að koma í veg fyrir að útbreiðsla fari af stað að nýju ef smitaður einstaklingur leynist á meðal okkar. Eins og dæmin hafa sýnt þá hefur einkennalaust fólk einnig greinst með veiruna.

Fólki sem er með einkenni um sýkingu í öndunafærum, hefur verið með hósta eða hnerra, hita, beinverki, höfuðverk, hálssærindi eða lyktar- og bragðskynleysi er bent á að hafa samband við heilsugæsluna hið fyrsta og á að sjálfsögðu að halda sig heima. Við verðum öll að fylgjast vel með áfram en þannig eigum við að geta haldið útbreiðslu veirunnar í skefjum.

Við erum komin langan veg, þetta hefur tekið á en við erum hvergi nærri því að gefast upp. Upp með sokkana og kveðum þessa óværu í kútinn. 

f.h. aðgerðastjórnar

Páley Borgþórsdóttir, aðgerðastjóri.

Forsíðumynd Guðmyndur Gíslason

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is