Tilkynning frá aðgerðastjórn – 30 smit og 475 í sóttkví – Tígull.is – Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
Tói Vídó

Tilkynning frá aðgerðastjórn – 30 smit og 475 í sóttkví

22.03.2020 kl 23:30

Í kvöld voru staðfest 3 ný smit og eru smit því orðin 30 talsins í Vestmannaeyjum. Af þessum 3 var 2 í sóttkví. Fjöldi einstaklinga í sóttkví er orðinn 475 manns. Ákveðið hefur verið að skólahald í Grunnskóla Vestmannaeyja verði í formi fjarkennslu frá og með 23. mars þar til annað verður tilkynnt. Fjarkennslan er nauðsynleg þar sem ekki er hægt að manna hefðbundna kennslu miðað við samkomubann 10 og fleiri. Þrátt fyrir þetta verður kennsla í Hamarsskóla fyrir nemendur í 1. og 2. bekk sem eiga foreldra í framlínustörfum.

Úrvinnslukví nemenda, foreldra og starfsfólks í 1.-4. bekk hefur verið aflétt þar sem öll sýni í þessum hópi reyndust neikvæð. Þeir sem eru í sóttkví af öðrum ástæðum ljúka sinni sóttkví eins tilkynnt hefur verið.

Bent er á að þrátt fyrir að sýni greinist neikvætt hjá fólki sem hefur verið sett í sóttkví þá gildir sóttkvíin áfram. Sóttkví gildir alltaf í 14 daga frá því að viðkomandi komst í návígi við smitaðan einstakling. 

Þá er minnt á að nú stendur yfir söfnun á spurningum í spurt og svarað varðandi ástandið í Eyjum, fólk er hvatt til að nýta sér þetta en til stendur að birta svör við spurningum á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar annað kvöld.

Aðgerðastjórn

Forsíðumynd Tói Vídó

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Jólasveinaklúbbur 2020
Sektarlaus vika á Bókasafni Vestmannaeyja!
Skora á umhverfis og skipulagsráð Vestmannaeyja
Týnd í 47 ár en er nú komin í réttar hendur
Guðdómlega fallegur fluttningur hjá Unu og Söru Renee á laginu The Prayer
26 styrkumsóknir bárust fyrir Viltu hafa áhrif 2021

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is