27.03.2020
Tvö smit hafa greinst til viðbótar í Vestmannaeyjum og eru staðfest smit því orðin 53.
Báðir einstaklingarnir voru þegar í sóttkví.
Fjöldi einstaklinga sem hafa verið settir í sóttkví er orðinn 588 og hafa 93 lokið sóttkví.
Minnt er á að fólk fari að leiðbeiningum um sóttvarnir, virði samkomubann og fjarlægðarmörk upp á 2 metra og brosi til náungans. Lúlli löggubangsi brosir til ykkar úr glugga lögreglustöðvarinnar.
Aðgerðastjórn