Þriðjudagur 5. desember 2023

Tilkynning aðgerðastjórnar

Með gleði og sól í hjarta tilkynnum við að aðgerðastjórn hefur lokið störfum og við tekur reglubundið starf almannavarnanefndar. Aðgerðastjórn hefur fundað reglulega frá 15. mars og yfirleitt daglega. Engin smit hafa verið greind í Eyjum síðan 20. apríl svo enn er heildarfjöldi smita 105. Öllum er batnað en nokkrir eru í sóttkví sem voru að koma erlendis frá. Neyðarstigi hefur verið aflétt í landinu og er nú unnið á hættustigi almannavarna, það eru góðar fréttir.

Aðgerðir okkar hér í Vestmannaeyjum vegna COVID-19 gengu vonum framar og eins og áður hefur verið nefnt er það ekki síst að þakka skilningi og þátttöku íbúa samfélagsins. Við viljum þakka íbúum, fyrirtækjum, stofnunum og þjónustuaðilum fyrir einstaka samvinnu og þann samhug sem allir sýndu í verki. Án þessarar samstöðu hefði aðgerðin ekki gengið eins vel.

Gætum að eigin sóttvörnum og eigin heilsu, það gildir nú sem fyrr.

Lifið heil.

f.h. aðgerðastjórnar

Páley Borgþórsdóttir, aðgerðastjóri.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is