Til stendur að bærinn kaupi húsnæði Íslandsbanka við Kirkjuveg

25.05.2020

 Húsnæðismál Vestmannaeyjabæjar

Bæjarstjóri kynnti fyrir bæjarráði drög að samkomulagi milli Vestmannaeyjabæjar og Íslandsbanka um kaup á húsnæði bankans við Kirkjuveg, sem hugsuð yrðu sem starfsaðstaða fyrir hluta af starfsemi bæjarskrifstofa Vestmannaeyja. Málið verður tekið til afgreiðslu á næsta bæjarstjórnarfundi sem haldinn verður þann 28. maí nk. Samkomulagið er gert með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar

Fulltrúi D listans gagrínir þetta samkomulag bæjarstóra, hér má lesa bókun frá Hildi Sólveigu Sigurðardóttir:

Búið er nú þegar að verja fimm milljónum til hönnunar á húsnæði á þriðju hæð Fiskiðjunnar

Undirrituð gagnrýnir skort á upplýsingagjöf til bæjarfulltrúa vegna yfirvofandi mögulegra kaupa og stefnubreytingar í húsnæðismálum sveitarfélagsins. Öllum bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins hefur ekki verið kynnt nýting á húsnæðinu, hver kostnaður við breytingar og endurbætur á húsnæðinu muni verða né framtíðarrekstrarkostnaður.
Nú þegar er búið að að verja fimm milljónum til hönnunar á húsnæði á þriðju hæð Fiskiðjunnar til að öll starfsemi bæjarskrifstofa Vestmannaeyjabæjar gæti sameinast undir einu þaki en slíkt felur í sér tækifæri til rekstrarhagræðingar, samþættingar og styttri boðleiða milli starfsfólks.

Húsnæði Íslandsbanka nægir ekki fyrir alla ofangreinda starfsemi

Ljóst er að húsnæði Íslandsbanka nægir ekki fyrir alla ofangreinda starfsemi en upplýst var á fundinum að áætlað er að fjölskyldu- og fræðslusvið flytji starfsemi sína í húsnæði Íslandsbanka en í dag standa yfir kostnaðarsamar framkvæmdir vegna breytinga á skrifstofuhúsnæði þeirra sviða í núverandi húsnæði á Rauðagerði. Slíkt er óábyrg meðferð almannafjármuna líkt og bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa áður bent á. Vestmannaeyjabær á og rekur mikinn fjölda eigna sem er kostnaðarsamur í rekstri og viðhaldi. Mikið væri unnið með því að draga úr kostnaðarsömu eignarhaldi Vestmannaeyjabæjar á fjölda fasteigna í stað þess að auka það.
Undir þetta ritar Hildur Sólveig Sigurðardóttir fulltrúi D listans.

Fulltrúar H og E listans mæla með þessu samkomulagi bæjartjóra. Hér má lesa bókun þeirra:

Bæjartjóri mun leggja fyrir minnisblað um þá valkosti sem eru um framtíðarskipulag húsnæðis stjórnsýslu Vestmannaeyjabæjar, á næsta bæjarstórnarfundi

Í umræðum í bæjarráði kom fram að bæjarstjóri mun fyrir fund bæjarstjórnar n.k. fimmtudag leggja fyrir minnisblað um þá valkosti sem eru um framtíðarskipulag húsnæðis stjórnsýslu Vestmannaeyjabæjar, m.a. að nýta 1. hæð húss Íslandsbanka og eldhúsaðstöðu á 2. hæðinni fyrir hluta af starfsemi bæjarskrifstofa sem og fræðslu- og fjölskyldusviðs Vestmannaeyjabæjar. Með því verður öll aðstaða starfsfólks og viðskiptavina til fyrirmyndar. Aðgengi að húsnæðinu er gott og verður starfsmannarými aðlagað að þörfum starfseminnar.
Undir þetta rita Njáll Ragnarsson og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir fulltrúar H og E listans.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search