Til hamingju með afmælið TÝR

Vestmannaeyjabær er fagur grænn í dag, víða eru skreytingar á húsum, ísinn í Klettinum grænn, bakarinn bakar grænar kökur því jú það eru 100 ár frá því að Týr var stofnað.

Innilega til hamingju kæru Týrarar. Tígull fór um alnetið þá aðallega facebook og fékk lánaðar nokkrar myndir frá bæjarbúum. Fyrir neðan er svo grein úr Tígli. 

 

Tígull fann þessa mynd í Ljósmyndasafni Vestmannaeyja. Við ákváðum að hafa samband við Týrarann á myndinni, Unnar Hólm

Hvenær byrjaðir þú að æfa með Tý og hversu lengi æfðiru?
Ég byrjaði 7 ára í fótboltanum og æfði alveg fram að endanlegri sameiningu.

Hvað er eftirminnilegast sem þú upplifðir sem Týrari?
Ég náði að spila með Týr á Tommamótinu og Shellmóti ásamt að fara í eftirminnilega ferð til Akureyrar. Við vorum fleiri í Týr í mínum árgangi og sigrar á 1. maí gleymast ekki.

Næstkomandi laugardag verður Knattspyrnufélagið Týr 100 ára – á að gera eitthvað í tilefni dagsins?
Það er ekkert skipulagt nema væntanlega bræðsla í vinnunni, mun
örugglega minna á félagið mitt með góðri mynd á facebook.

Hvor bar oftar sigur úr býtum… Týr eða Þór?

Ég er svo heppinn að muna ekki eftir einu tapi á móti Þór þannig augljóslega er svarið TÝR.


 

 

 

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on pinterest

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is