Til hamingju FÍV og Nýsköpunarmiðstöð Íslands – stofnanir ársins 2020

15.10.2020

Í gær var tilkynnt um Stofnanir ársins á málþingi Sameykis stéttarfélags. Meðal stofnana sem hlutu nafnbótina Stofnun ársins var Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum. Skólinn var valin í flokknum sem hefur .20–49 starfsmenn. Einnig er Nýsköpunarmiðstöð Íslands með starfstöð í Eyjum sem hlaut líka sömu viðurkenningu í flokki fleiri en 50 starfsmenn.

Stofnanir ársins 2020 eru Norðlingaskóli, Aðalskrifstofa Akraneskaupstaðar, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og Jafnréttisstofa. Hástökkvarar ársins eru Umhverfis-og skipulagssvið og Sjálfsbjargarheimilið.

Valið á Stofnun ársins 2020 var tilkynnt í gegnum streymi 14. október en titlana Stofnun ársins og Fyrirmyndarstofnun hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr að mati starfsmanna í könnun Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu.

Könnunin náði til um 12 þúsund starfsmanna í opinberri þjónustu, bæði hjá ríki, Reykjavíkurborg, sveitarfélögunum og sjálfseignarstofnunum. Hún er unnin í samstarfi við Fjármála- og efnahagsráðuneyti og gefur mikilvægar upplýsingar um stöðu starfsmanna á vinnumarkaði. Í henni eru þátttakendur spurðir út í níu þætti í starfsumhverfinu þ.e. trúverðugleika stjórnenda, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju og stolt og jafnrétti. Markmiðið með að velja fyrirmyndarstofnanir er að hvetja stjórnendur til að gera vel í starfsmannamálum og að auka umræðu um aðbúnað og líðan starfsmanna á vinnustöðum.

 

Hér er Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis að taka við viðurkenningu fyrir hönd Framhaldsskólans. En skólinn er stofnun ársins í sínum flokki og líka í fyrsta sæti þegar allar stofnanir eru skoðaðar.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is