17.11.2020
Vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar Herjólfs ofh. kemur til greina að engir starfsmenn verði lengur í afgreiðslu félagsins við Landeyjahöfn og Þorlákshöfn. Ekkert hefur þó verið ákveðið í þeim efnum er meðal annars sem Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf sagði í samtalið við 200 mílur hjá mbl.is í gærkvöldi.
Guðbjartur segir að verktaki hafi séð um afgreiðsluna við Landeyjahöfn og Þorlákshöfn og eru starfsmennirnir þar því ekki á vegum Herjólfs ohf. Um er að ræða fimm til sex starfsmenn, að sögn Guðbjarts.
„Útfærslan eða niðurstaðan liggur ekki fyrir hvort þetta verður áfram með óbreyttu sniði eða hvort það verða gerðar breytingar,“ segir hann en meðal annars velta menn fyrir sér hvort gerlegt sé að hafa afgreiðsluna mannlausa og fólk geti þjónustað sig sjálft.
Smelltu hér til að lesa alla fréttina.
Forsíðumynd Basi ljósmyndari.