Tígull vikunnar – Veist þú hvar stærsti hellir Heimaeyjar er?

Tígull númer 97 er kominn út og ætti að vera kominn inn um allar lúgur sem þiggja fjöldapóst í Vestmannaeyjum

Ef þig vantar eintak þá eru eintök á fjölförnum stöðum, við vorum til að mynda að setja slatta af blöðum í Krónuna.

Róbert Marshall segir okkur frá stærsta helli Heimaeyjar, eins og sjá má á myndinni hér að neðan þá er hann í ágætri stærð. Við hittum á Gumma snilling og hann sagði okkur frá hvað þeir félagar hafa verið duglegir að gera samning við leikmenn.

Við heyrðum í Jarl sem gefur kost á sér í fjórða sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Þrautin og helling af upplýsingum og tilboðum er einnig að finna í þessu fallegasta blaði sem komið hefur út enda sett saman með ást og umhyggju til ykkar allra.

Pikkaðu nú í næsta mann og segðu honum hvað hann/hún er frábær.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search