Tígull er komin úr prenti og verður dreift í dag og á morgun. Meðal efnis í blaðinu er spjall við Díönu Ívu en hún tók þátt í Miss Universe í október síðastliðnum, fengum að kynnast starfseminni og teyminu hjá True Adventure sem er staðsett í Vík en þau bjóða upp á zipline og paragliding (svifflug), fyrirtækið Djákninn er til húsa á Strandveginum og einmitt við hliðina á Tígli – við kíktum yfir og tókum létt spjall við Gunnar eiganda Djáknans.
Jólalegi Tígulinn þessa vikuna kominn inn á vefinn
Gaman að segja frá því að þessi unga fyrirsæta á forsíðunni heitir Lucia Ísfold og elskaði að koma í myndatöku til Bjarna eða mynda-Bjarna eins og hún kallar hann. Þú getur skoðað allar myndirnar inn á heimasíðu 1000Andlit.is
Enda vafði hún Bjarna ljósmyndara um fingur sér og mætti þrisvar í myndatöku og alltaf búin að undirbúa sig vel með hina ýmsu aukahluti.
P.s – munið eftir tölunni 42 í blaðinu 🙂
Fyrir þau ykkar sem viljið skoða blaðið á vefnum þá er það hér: