06.05.2020
Nýjasta tölublað Tíguls er komið á netið og mun dreifast í hús í dag miðvikudag og morgun fimmtudag.
Tígull þessa vikuna er í hlaupafötunum, en eins og öll eyjan veit þá er The Puffin Run á laugardaginn og orðið uppselt í hlaupið.
- Ítarlegar reglur fyrir hlaupara og upptalning vinninga er á mið-opnu blaðsins.
- Sigursveinn formaður Golfklúbbsins er í stuttu spjalli.
- Sigurjón Ernir ofur afreksmaður í hlaupum er með frábæran pistil um utanvegarhlaup.
- Uppskrift vikunnar á sínum stað.
- Viðtal við ungan listamann sem tekur skó á á annað level.
- Fullt af flottum tilboðum frá veitingastöðunum okkar ásamt fleiru.