Tölublað númer 99 er hér komið út og tileinkum við Týr það eintak sem er að verða 100 ára þann 1.maí næstkomandi
Skemmtileg tilviljun að tölublað 100 komi út í sömu viku og Týr er 100 ára eða kannski ekkert tilviljun allt þaul planað. Við kynnum einnig stúlknalið knattspyrnunar þetta sumarið. Þær eru allar stórglæsilegar og efnilegar dömur, það var hann Bjarni Sigurðsson ljósmyndari Leturstofunar sem smellti af þessum fallegu myndum af hópnum. Svo erum við með STÓR skemmtilega orðaþraut ásamt sudoku eins og flestar vikur.
Mundu svo að ÞÚ ERT FRÁBÆR. Og Sigga Ása! þú átt svip aldarinnar á forsíðu Tíguls.