Tígull þarf á þér að halda

01.maí 2020

Margir hafa hvatt okkur til að fara með af stað styrktarsíðu fyrir Tígul og ákváðum við að láta á það reyna.

Tígull er eingöngu rekinn á innkomu auglýsinga og eins og þið öll vitið þá er ekki mikið um að fyrirtæki í dag hafi tök á að auglýsa á meðan allir halda að sér höndum og reyna hreinlega að lifa af þennan heimsfaraldur. 

Við höfum mikið velt fyrir okkur hvað við ættum að gera, hvernig við ættum að tækla þetta tímabil, við erum engan veginn tilbúnar að gefast upp enda er þetta skemmtilegasta vinna sem við höfum sinnt hingað til.

Við elskum að miðla áfram efni og upplýsingum til ykkar Vestmannaeyinga eins hratt og örugglega og mögulegt er, við reynum að vera með eins jákvæðar fréttir og mögulegt er.

Til að geta haldið útgáfunni áfram þá þurfum við á þér að halda.

Hefur þú tök á að aðstoða okkur

Við leitum því til þín kæri lesandi og bjóðum þér að ganga í stuðningslið Tíguls. Hægt er að smella á borðann hér fyrir neðan og þar eru upplýsingar og valmöguleikar um að styrkja okkur eða smella hér.

Þú velur þá upphæð sem þú hefur tök á að styrkja okkur með mánaðarlegu framlagi eða í eitt skipti.

Einnig er hægt að greiða beint inn á styrktarreikninginn, upplýsingar hér:

Kennitala: 650219-0900

Reikningsnúmer:185-15-20007

Tígull er bæjarblað Vestmannaeyinga og fjallar um málefni Vestmannaeyja og Vestmannaeyinga á jákvæðan hátt.

Tígull einblínir á umfjöllun um menningu, mannlíf, atvinnulíf og sögu bæjarins.

Tígull er bæjarblað allra Vestmannaeyinga, ungra sem aldinna.

Tígull er óháð og frjálst.

Katrín Laufey Rúnarsdóttir og Lind Hrafnsdóttir

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is