Tígull hefur fundið fyrir smá óróleika á eyjunni og heyrt á fólki að það hafi áhyggjur af því hvernig nýji Herjólfur muni standa sig við að sigla til Þorlákshafnar. Þá er ekkert annað enn að heyra bara í meistarnum Bjarti sem sér um Herjólfinn okkar.
Er nýji Herjólfur jafn lengi að sigla og sá gamli á milli Eyja og Þorlákshafnar ?
Já nýi Herjólfur er að sigla þessa siglingaleið þ.e. Vestmannaeyjar til Þorlákshafnar á sama tíma og eldri Herjólfur undir venjulegum aðstæðum sem er 2 tímar og 45 mínútur.
Er nýji Herjólfur betri í sjónum en sá gamli ?
Ferjan fer vel með mann en eins og gefur að skilja er siglt á opnu hafi sem þýðir að þeir sem eru viðkvæmir fyrir sjóveiki munu finna fyrir henni og þá skiptir ekki máli hvaða skip er undir.
Nú eru mjög margir sem þola ekki að sigla 2:45 án koju og nýji bara með 30 kojur ! á móti gamla sem er með 90 kojur og þær seljast yfirleitt allar upp í Þorlákshafnar siglingum, er þetta það sem koma skal ?
Vissulega eru færri kojur í nýju ferjunni en munurinn er um 60 kojur. Nýja ferjan tekur um 30 einstaklinga í kojur meðan sú eldri tekur um 90. Þess ber þó að geta að fyrirhugað er að setja upp kojur fyrir um 32 einstaklinga til viðbótar. Þær eru ekki komnar til landsins.
Ástæða þess að Herjólfur III var settur undir um helgina helgast af því að til stóð að halda stórt handboltamót á vegum ÍBV um helgina og þar sem sú nýja var í slipp og ekki ljóst hvort hún yrði klár var undirbúningur miðaður við Herjólf III og opnað fyrir sölu í klefa og kojur yfir þennan tíma.
Það er því erfitt að bakka út og skipta um ferju. Við munum því, meðan sigla þarf til Þorlákshafnar yfir helgina notast við eldri Herjólf en ef aðstæður breytast setjum við nýju ferjuna undir og siglum á Landeyjar sagði Bjartur að lokum.
Myndina tók hann Hólmgeir Austfjörð í dag.