Fimmtudagur 29. febrúar 2024

Tígull fór á rúntinn um eyjuna í morgun – myndir og myndband

Það voru viss vonbrigði þegar blaðamaður Tíguls fór á rúntinn í morgun og sá að snjórinn fallegi var orðinn allur haug-drullugur

En gleðin er sú að mokstursmenn Vestmannaeyjabæjar hafa staðið sig eins og hetjur við að moka götur bæjarins síðan snemma í morgun. Held þeir eigi nú skilið konudagskökuna með kaffinu í dag. Tek fram að blaðamaður Tíguls veit ekki betur nema það séu eingöngu karlmenn sem keyra þessi moksturstæki bæjarins.

Páll Magnússon fastur í snjóskafli

Við fórum örstutt live á facebook Tíguls þar sem við rákumst á Eyþór Þórðar ásamt Björgunarfélagsmönnum vera dagar bíl sem festist í gærkvöldi úr skafli við Áshamar. Var eigandinn auðvitað með í verkinu og þegar nær var gáð, var þetta enginn annar en Páll Magnússon sjálfur og frú. Við að sjálfsögðu skömmuðum hann smá fyrir að hafa anað út í gærkvöldi í þessu veðri.

Einnig heyrðum við hljóðið í Eyþór, sem hefur haft nóg að gera í nótt, en jú honum hefur heldur ekkert leiðst þetta brölt.

Á rúntinum nú í morgun rákumst við á eina björgun. Og hver var þar á ferð?
Enginn annar en Páll Magnússon var hér á ferð. Hann var hoppandi kátur með Björgunarfélagsmenn og Eyþór Þórðarson sem komu þeim hjónum til bjargar.
Það var nú lítið mál að kippa bíl Páls upp úr skaflinum.
Eyþór Þórðarson er búin að vera á ferðinni í alla nótt meira og minna og aðstoða.
.
Mokstusmenn eru búnir að vinna frábæra vinnu í morgun, og orðið greiðfært víða um bæinn.
Það er alveg óhætt að klappa fyrir þessum meisturum, sem hafa brunað um allan bæ frá því snemma í morgun og mokað.

Það er nokkuð ljóst að morgunverkin eru misjafnelga mikil á heimilum í dag.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search