29.01.2020
Í ljósi umræðu um fjölmiðla í Vestmannaeyjum síðustu daga viljum við koma á framfæri:
Í september breyttum við áherslum fréttavefsins tigull.is úr því að segja eingöngu frá viðburðum í að fjalla um málefni bæjarins og allt sem er um að vera í bænum. Við höfum lært gríðarlega mikið á þessum stutta tíma eftir að við fórum að skrifa fréttir og erum enn að læra. Okkar stefna er að vera hlutlaus fjölmiðill, að vera með sem flestar jákvæðar fréttir, að vera bæjarblað Vestmannaeyinga og fjalla um mál á sem hlutlausastan hátt.
Á öllum málum eru margar hliðar og reynum við eftir bestu getu að koma öllum sjónarmiðum á framfæri. Líkt og Tryggvi Már Sæmundsson bendir á, á vef sínum eyjar.net erum við á sama máli þar. Að allir hafa rétt á sínum skoðunum, að sjálfsögðu líka ritstjórar. Ef ritstjóri vill koma sinni skoðun á framfæri á að gera það undir nafni.
Þegar þú ert fulltrúi bæjarfjölmiðils og gefur þú þig út fyrir að vera hlutlaus teljum við okkur skyldugar til þess að segja frá öllum hliðum mála. Oft á tíðum eru fleiri en tvær hliðar á hverju máli.
Auðvitað hefur áhugasvið ristjórnar áhrif á skrif og efnistök en það hefur samt sem áður ekki áhrif á hlutleysi að okkar mati.
Því teljum við Tígul vera óháðan og hlutlausan fjölmiðil sem höfðar til allra bæjarbúa. Við tökum vel á móti aðsendu efni, sem og ábendingum efnis.
Ást og friður, Lind Hrafnsdóttir & Katrín Laufey Rúnarsdóttir ristjórar Tíguls.

Forsíðumynd: Tói Vídó.