23.10.2020
Margir tóku eftir því að ekki kom út Tígull í síðustu viku!
Ástandið í heiminum hefur áhrif á alla í dag og þá líka okkar fyrirtæki að sjálfsögðu. Þar sem blaðið og vefurinn okkar er eingöngu rekinn af innkomu auglýsinga já og okkar laun byggjast á þeirri innkomu líka þá verðum við að meta hverja viku fyrir sig eins og staðan er í dag.
Ekki það að við séum að væla eitt né neitt en þetta er bara staðan. Við elskum að gefa út blaðið okkar og halda vefnum vel gangandi og vonumst til að geta haldið því áfram næstu 42 árin.
Þú getur hjálpað okkur með að halda útgáfunni áfram ef þú hefur tök á, okkur þætti mjög vænt um það. Hér á síðunni okkar er renningur sem þú getur smellt á og hann leiðir þig áfram í að hjálpa okkur. Þú getur smellt HÉR líka þá ferðu beint inn á síðuna.
Á forsíðunni á Tígli vikunnar er hann Ólafur Andrason, en hann var svo ljúfur að lofa okkur að taka nokkrar myndir af sér. Okkur langaði að hafa saklaust fallegt bros sem smitar út frá sér á forsíðunni þessa vikuna og það tókst svo vel með þessu gulli.
Við þökkum honum innilega fyrir.
Hérna eru nokkrar myndir frá tökunni: