Sjöunda tölublað Tíguls er nú komið út og verður dreift inn á öll heimili í dag og á morgun ásamt því að liggja í verslunum.
Fyrsta tölublað Tíguls gáfum við út þann 20. febrúar 2019 og eigum við því 1 árs afmæli á morgun, fimmtudag 20.02.20.
Á þessu fyrsta ári okkur hefur tíminn flogið áfram og þetta búið að vera rosalegt ár fyrir okkur. Fjölbreytt, krefjandi, erfitt, lærdómsríkt, of mikið að gera en fyrst og fremst skemmtilegt. Meira er ekki hægt að biðja um. Vinnan okkar blandast saman við áhugamálin og það sem okkur finnst hvað skemmtilegast að gera, það finnst okkur forréttindi.
Við höfum lært meira á þessu eina ári en margra ára nám, það frábæra við þetta starf er að við lærum alla daga eitthvað nýtt. Við höfum kynnst allskonar flottu fólki bæði hérna á eyjunni og upp á fastalandinu.
Við erum endalaust þakklátar ykkur öllum fyrir frábærar og jákvæðar viðtökur á okkar fyrsta ári.
Við sjáum svo sannarlega ekki eftir því að hafa hent okkur út í djúpu laugina fyrir ári síðan, vitandi að við værum svart og hvít í hegðun en smellum svona ljómandi vel saman og útkoman svona líka bara frábær. Við hlæjum oft að því að þau verkefni sem annari finnst leiðinleg finnst hinni skemmtileg og öfugt. Við gætum ekki verið án hvor annarrar í þessu verkefni okkar, það er bara þannig. Það eru forréttindi að vera í starfi sem maður elskar að gera, við erum afar þakklátar því.
Afmæliskveðja,
Kata Laufey & Lind
Meðal efnis í blaðinu þessa vikuna er kynning á tveimur leikmönnum meistaraflokks karla í knattspyrnu, Hressó 25 ára, Þjónustumiðstöð Eyjamanna við Þjóðveg 1, uppskrift vikunnar o.fl
Hægt er að lesa blaðið hér: