Þriðjudagur 5. desember 2023

Þurfi fólk á aðstoð að halda er því bent á að hafa samband við 112

Tígull heyrði í Páley Borgþórsdóttur lögreglustjóra og Arnóri Arnórssyni formanni Björgunarfélags Vestmannaeyja um kl 14:00 í dag og tók stöðuna. Það eru allir í viðbragðstöðu og tilbúnir ef veðrið kemur úr verstu átt en Arnór fræddi okkur um að það skiptir mjög miklu máli frá hvaða átt lægðin skellur á eyjuna og við auðvitað vonum það besta og krossleggjum fingur um að þetta fari bara einfaldega fram hjá okkur. Páley sagði að allir hafa fundað saman í dag og farið yfir málin og bæjarstarfsmenn hafa í dag verið að forða lausamunum.

Þetta er svo tilkynnt á facebook síðu Lögreglunnar í Vestmannaeyjum:

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands á að byrja að bæta í vind í Vestmannaeyjum upp úr kl. 15.00 í dag með norðvestan roki. Meðalvindur verður 26 til 28 m/s. Hviður gætu náð allt að 40 m/s. Ekki er spáð úrkomu með þessu hvassviðri. Eins og Eyjamenn þekkja er hvöss norðvestanátt mjög slæm hér og er því full ástæða til að taka þessu alvarlega og beinir því lögreglan því til íbúa, eigendum báta og skipa, verktökum og öðrum sem eiga hagsmuna að gæta að huga að lausamunum og öðru því sem gæti fokið. Þá eru foreldrar beðnir að láta börn vera ekki útivið meðan versta veðrið gengur yfir. Viðbragðsaðilar í Vestmannaeyjum hafa verið í samráði og hafa undirbúið sig fyrir komandi veður. Þurfi fólk á aðstoð að halda er bent á að hafa samband við 112.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is