Þú velur hvar þú kaupir raforku

Vissir þú að þú ræður hvaðan þú kaupir rafmagn fyrir heimilið óháð staðsetningu?

Á vefsíðunni Aurbjörg.is er auðvelt að sjá verð og bera saman hvar er hagstæðast að t.d. kaupa rafmagnið inn á heimilið. Það er eitt af markmiðum Aurbjörg.is að hjálpa neytendum, heimilum og landsmönnum öllum að spara pening.

Rafmagn er hluti af mánaðarlegum kostnaði heimila en með þessum samanburði geta neytendur valið ódýrara rafmagn og þar af leiðandi lækkað kostnað heimilsins.

Þessi samanburður er einnig hugsaður til að vekja athygli neytenda að hægt er að velja hvaðan rafmagn er keypt og til þess að ýta undir samkeppni sem hefur verið af skornum skammti með því að gefa neytendum betra tól til þess að vera virkir neytendur.

Þar að auki er hann einnig hugsaður til að upplýsa neytendur um aðra mikilvæga þætti í tengslum við rafmagn og rafmagnskaup.

Hér getur þú séð óháðan verðsamanburð á öllum raforkusölum og skipt yfir í hagstæðara rafmagn:

Get ég keypt rafmagn af hverjum sem er?

Já. Þú getur keypt rafmagn af hverjum sem er óháð því hvar þú ert búsett/ur á landinu. Rafmagnskostnaðurinn skiptist í tvennt, annars vegar í raforkusölu og raforkudreifingu en ekki er hægt að skipta um raforkudreifingar aðila. En eins og fyrr segir þá getur þú valið þér raforkusala sem býður upp á hagstætt verð hér beint af þessari vefsíðu.

Mjög auðvelt er að skipta um raforkusala og getur það lækkað kostnað heimilsins eða fyrirtækisins.

Þú getur skipt um raforkusala hér beint á vefnum með því að smella á ‘Skipta yfir’ hnappinn hjá viðkomandi raforkufyrirtæki. Sérstaklega þarf að hafa samband við þau fyrirtæki sem ekki bjóða upp á að skipta yfir á vefnum. Skiptingin tekur gildi um þar næstu mánaðamót. Ekki er þörf á að setja upp aukabúnað og engin truflun verður á rafmagnsnotkun þinni við skiptin.

Kostar að skipta um raforkusala?

Nei það kostar ekkert að skipta um raforkusala. Óheimilt er fyrir raforkusala að taka sérstakt gjald af neytendum þegar þeir skipta um raforkusölu. Þú getur skipt um raforkusala hér beint á síðunni.

Hvernig er rafmagns kostnaðurinn minn reiknaður?

Rafmagnsnotkun þín er mæld í kílóvattstundum (kWst) og rafmagns reikningurinn þinn skiptist í raforkudreifingu (sem þú getur ekki breytt) og raforkusölu (sem er á samkeppnismarkaði og þú getur valið þér hagstæðan söluaðila hér á síðunni). Meðalheimili notar að jafnaði 5.000 kWst á ári.

Uppgefin verð í samanburðinum að ofan er með 24% virðisaukaskatts (vsk.), en ef um rafhitun í húsi er um að ræða (þá er 11% vsk.).

Til þess að reikna út heildarverð á kWst fyrir bæði dreifingu og sölu á rafmagni þá má nota reiknivél frá Orkusetur.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search