Þróunarsjóður leik- og grunnskóla | Tígull.is - Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
78229804_10216903973245099_4073297999424389120_o

Þróunarsjóður leik- og grunnskóla

Á síðasta fund fræðsluráðs voru samþykktar reglur um þróunarsjóð leik- og grunnskóla Vestmannaeyjabæjar.

Markmið með slíkum þróunarsjóði er að stuðla að framþróun og eflingu innra starfs skóla í Vestmannaeyjum. Þeir sem geta sótt um styrk til sjóðsins eru kennarar, kennarahópar, fagaðilar við skóla og fræðslusviðið í samstarfi við skóla.

Með þessu er verið að búa til hvata inn í skólaumhverfi okkar sem án efa mun efla skólastarfið enn meira og skapa um leið fjölbreytileika sem nýtast muni skólastarfinu og börnum okkar.

Hjá þeim sveitarfélögum sem hafa tekið upp úthlutanir úr þróunarsjóði leik- og grunnskóla hafa komið upp mörg skemmtileg verkefni og verður mikil tilhlökkun að taka á móti umsóknum í sjóðinn frá þeim frjóa hópi starfsmanna sem starfar innan leik- og grunnskólaumhverfisins í Vestmannaeyjum.

Stefnt er að því að veita fyrstu styrkina úr þróunarsjóði leik- og grunnskóla vorið 2020.

Forsíðumynd á hann Halldór B. Halldórsson.

Greint er frá þessu á vef Vestmannaeyjabæjar

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Myndaveisla í makríl og síldinni heilsað
Hin árlega sýning
Njáll og Trausti í live viðtali vegna fjölgun bæjarfulltrúa – rök með og á móti – myndbönd
Heimasíða 1000 Andlit komin í loftið – Landinn fjallar um verkefnið í næsta þætti á Rúv
Mögnuð heimildarmynd um einu sönnu Eyjabítlana
Sunnudagskólinn kl 11:00

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
X