12.08.2020
Á fundi framkvæmda og hafnarráði í gær var samþykkt að útbúa þrjú bílstæði fyrir rafbíla
Guðbjartur Ellert Jónsson fh. Herjólfs ohf. óskar eftir því að setja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla og sérmerkja bílastæði við þær á Básaskersbryggju samanber innsent erindi:
Erindi: Beiðni um sérmerkt bílastæði fyrir rafhleðslubúnað við Básaskersbryggju
Með erindi þessu er óskað eftir að Vestmannaeyjahöfn veiti heimild til handa Herjólfi ohf. til að sérmerkja þrjú bílastæði á Básaskersbryggju þar sem setja á upp rafhleðslubúnað fyrir rafbíla. Jafnframt að heimild verði veitt til að komast í rafmagn þar sem settur verður upp sér gjaldmælir. Óskað er eftir að þessi staðsetning verði norðan til og fyrir um miðju á Básaskersbryggju, við mastrið.
Tvö bílastæðanna verði austan við “kassann” en eitt norðan við “kassann” sem mastrið stendur á. Settar verð upp þrjár hleðslustöðvar sem festast á eða við vegginn í lokuðu rými til að verja þær fyrir veðri. Undir þetta skrifar Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs ohf.
Ráðið samþykkir erindi Herjólfs ohf og felur starfsmönnum framgang málsins.
Forsíðumyndir sýnir ekki réttu staðsettningu stæðanna.